Fram­tíð­ar­stefna fyrir íslenskanútflutn­ing

Íslandsstofa hefur unnið nýja stefnumótun stjórnvalda og atvinnulífs fyrir íslenskan útflutning. Stefnumótunin er unnin fyrir hönd utanríkisráðuneytisins í nánu samráði við íslenskar atvinnugreinar. Alls komu um 400 manns að vinnunni með beinum hætti í gegnum 13 vinnustofur sem haldnar voru um allt land og með fulltrúum helstu útflutningsgreina landsins. Stefnumótunin var kynnt á fjölmennum fundi 23. október 2019.

Jákvæð ímynd Íslands á alþjóðavettvangi og sterk mörkun geta skapað umtalsverðan virðisauka fyrir íslenskan útflutning og opnað brautir inn á nýja markaði. Það er því mikilvægur þáttur í stefnumótun útflutningsgreina að móta framtíðarstefnu um mörkun sem byggir á styrkleikum landsins og aðgreiningu, hefur breiða skírskotun fyrir íslenskt atvinnulíf og ýtir undir jákvæða ímynd á erlendum vettvangi.

Stefnumótunin sem hér er kynnt byggir á sex stefnumarkandi áherslum. Þær spanna vítt svið í íslensku atvinnulífi, snerta bæði hina hefðbundnu útflutningsatvinnuvegi en ná einnig til greina á borð við skapandi greinar, hugvit, nýsköpun og tækni.