Árs­skýrsla Íslands­stofu2019

Ávarp

Ársskýrsla Íslandsstofu er að þessu sinni gefin út á krefjandi tímum í íslensku atvinnulífi. Um allan heim glíma þjóðir við farsótt sem fáa hefði órað fyrir að gæti valdið viðlíka usla í veröldinni. Á örfáum vikum hefur heimsmyndinni verið breytt, og við stöndum frammi fyrir dýpstu efnahagslægð sem við höfum séð í hundrað ár.

Svið Íslandsstofu

Starf­semi

Á árinu 2019 skiptist starfsemin í þrjú markaðssvið: Útflutning, Áfangastaðinn og Erlendar fjárfestingar. Auk þess voru þrjú stoðsvið starfandi: Viðskiptaþróun, Fjármál og rekstur, og Kynningarmál.

Mark­aðs­verk­efni

Íslandsstofa er framkvæmdaraðili að ýmsum samstarfsverkefnum sem snúa að markaðssetningu á íslenskri vöru og þjónustu. Stærsta þeirra á meðal er Ísland - allt árið. Íslandsstofa hefur einnig umsjón með verkefnum sem tengjast íslenskum sjávarútvegi; Iceland Responsible Fisheries og Bacalao de Islandia. Þá er Íslandsstofa umsjónaraðili verkefnanna Horses of Iceland og Film in Iceland, og sér um framkvæmd Iceland Naturally markaðsverkefnisins í Norður-Ameríku, í samstarfi við utanríkisþjónustuna. Jafnframt er Grænvangur, samstarfsvettvangur um loftslagsmál og grænar lausnir, hýstur hjá Íslandsstofu en vettvangurinn var stofnaður í maí 2019 og er samstarfsverkefni stjórnvalda og atvinnulífs.

Framtíðarstefna útflutnings

Stefnu­mótun

Eitt af lykilverkefnum Íslandsstofu á árinu 2019 var vinna við stefnumótun stjórnvalda og atvinnulífs fyrir íslenskan útflutning. Stefnumótunin var unnin fyrir hönd utanríkisráðuneytisins í nánu samráði við íslenskar atvinnugreinar. Alls komu um 400 manns að vinnunni með beinum hætti í gegnum 13 vinnustofur sem haldnar voru um allt land og með fulltrúum helstu útflutningsgreina landsins. Framtíðarstefna fyrir íslenskan útflutning var kynnt á fundi Íslandsstofu 23. október 2019.

Verðlaun

Ís­lands­stofa sér um fram­kvæmd Útflutn­ings­verð­launa for­seta Íslands sem veitt eru í við­ur­kenn­ing­ar­skyni fyrir markvert fram­lag til efl­ingar á útflutn­ings­verslun og gjald­eyrisöfl­un. Þá er Íslands­stofa aðili að Nýsköp­un­ar­verð­launum Íslands, en til­gangur þeirra er að vekja athygli á þeim mik­il­vægu tengslum sem eru á milli auk­innar verð­mæta­sköp­unar í atvinnu­líf­inu og rann­sókna og þekk­ingaröfl­un­ar. Einnig er Íslandsstofa samarfsaðili að þýðingarverðlaununum Orðstír sem veitt eru annað hvert ár í tengslum við Bókmenntahátíð, fyrir þýðingar á íslenskum bókmenntaverkum yfir á erlend tungumál.

Rekstrarreikningur Íslandsstofu

Rekstur 2019

Hér má sjá stöðu Íslandsstofu í árslok 2019, rekstrarárangur ársins og fjárhagslega þróun á árinu.

Rekstr­ar­tekjur

1.315.056.630

Rekstr­ar­gjöld

(1.279.981.997)

Rekstr­arnið­ur­staða

39.078.559